Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur mun á næstunni bjóða út kaup á færanlegum kennslustofum sem settar verða upp á bílastæði Laugardalsvallar við Reykjaveg. Verkefnið hefur fengið heitið „Skólaþorpið í Laugardal.“ Borgarráð veitti nýlega heimild fyrir útboðinu
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur mun á næstunni bjóða út kaup á færanlegum kennslustofum sem settar verða upp á bílastæði Laugardalsvallar við Reykjaveg. Verkefnið hefur fengið heitið „Skólaþorpið í Laugardal.“
Borgarráð veitti nýlega heimild fyrir útboðinu.
Í greinargerð Einars Þorsteinssonar borgarstjóra kemur fram að í samræmi við viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir viðhaldi og endurbótum á skólunum þremur í Laugardal, þ.e. Langholtsskóla, Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla, og að tryggja viðeigandi bráðabirgðahúsnæði fyrir skóla- og frístundastarf í Laugardal á framkvæmdatíma.
Suðvestan við völlinn
Færanlegu kennslustofurnar verða
...