„Það er hrikalega góð tilfinning að vera kominn hingað. Það hefur verið tekið vel á móti mér. Það eru góðir leikmenn í liðinu og gott umhverfi til þess að geta orðið betri leikmaður,“ sagði knattspyrnumaðurinn Ólafur Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið
Noregur Ólafur Guðmundsson er 22 ára miðvörður sem reynir fyrir sér í fyrsta sinn í atvinnumennsku hjá norska félaginu Aalesund.
Noregur Ólafur Guðmundsson er 22 ára miðvörður sem reynir fyrir sér í fyrsta sinn í atvinnumennsku hjá norska félaginu Aalesund. — Ljósmynd/Aalesund

Noregur

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Það er hrikalega góð tilfinning að vera kominn hingað. Það hefur verið tekið vel á móti mér. Það eru góðir leikmenn í liðinu og gott umhverfi til þess að geta orðið betri leikmaður,“ sagði knattspyrnumaðurinn Ólafur Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið.

Ólafur samdi við norska félagið Aalesund í byrjun ársins og skrifaði undir þriggja ára samning, út tímabilið 2027. Aalesund, sem leikur í B-deildinni í Noregi, keypti hann af FH þar sem Ólafur hafði leikið frá því um mitt sumar 2021.

Hann er 22 ára gamall miðvörður sem þrátt fyrir ungan aldur lék 80 leiki fyrir FH í efstu deild og skoraði sjö mörk. Ólafur ólst upp hjá Breiðabliki en lék aldrei deildar- eða bikarleik

...