Hjónin Baldur og Edda Hrönn á ferð í bænum Cascais í Portúgal.
Hjónin Baldur og Edda Hrönn á ferð í bænum Cascais í Portúgal.

Baldur Úlfar Haraldsson fæddist 23. janúar 1965 í Reykjavík. Hann var skírður Baldur eftir móðurafa sínum og Úlfar eftir frænda sínum, fræknum skíðakappa sem fluttist til Bandaríkjanna um miðja síðustu öld.

Hann ólst upp í Vesturbænum og gekk hefðbundinn menntaveg Vesturbæingsins, Melaskóla, Hagaskóla og svo MR.

Baldur útskrifaðist úr MR og fór þaðan í viðskiptafræði við Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist árið 1992. Eftir námið fluttist Baldur ásamt Eddu Hrönn konu sinni og dóttur hennar til Hvammstanga þar sem þau bjuggu til 1999. Hann vann þar sem rekstrarstjóri prjónastofunnar Drífu. Í framhaldi af því starfaði Baldur hjá Bláfugli og forvera þess félags í um 14 ár sem fjármálastjóri og hefur starfað hjá Ísfelli ehf. undanfarin 10 ár í sambærilegu starfi.

Baldur er mikill íþróttamaður, æfði

...