„Manndrápum með skotvopnum hefur fjölgað margfalt hérna í Svíþjóð síðustu ár. Ef við lítum á tölfræðina síðasta áratuginn eða svo voru átta manns skotnir til bana í Svíþjóð fyrir tíu árum, en árið 2022 voru þeir 63, miklu fleiri en í Danmörku, …
Viðtal
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Manndrápum með skotvopnum hefur fjölgað margfalt hérna í Svíþjóð síðustu ár. Ef við lítum á tölfræðina síðasta áratuginn eða svo voru átta manns skotnir til bana í Svíþjóð fyrir tíu árum, en árið 2022 voru þeir 63, miklu fleiri en í Danmörku, Finnlandi og Noregi til samans þar sem tíu manns létust í kjölfar skotárása það árið.“
Þetta segir Diamant Salihu í samtali við Morgunblaðið og þar fer maður sem veit hvað hann syngur. Salihu, sem er af albönsku bergi brotinn en flutti átta ára gamall til Borlänge í Svíþjóð, er helsti sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins SVT í þeirri ofbeldis- og glæpaöldu sem sænska þjóðin hefur mátt sæta misserum saman og Morgunblaðið og mbl.is hafa fjallað ítarlega
...