Áratug eftir að vígamenn úr röðum íslamista fóru ránshendi um ævafornu borgina Nimrúd, eitt helsta fornminjasvæði Íraks, fást fornleifafræðingar nú við það vandasama verk að setja aftur saman fjársjóði borgarinnar úr tugþúsundum brota
— AFP/Zaid Al-Obeidi

Skúli Halldórsson

sh@mbl.is

Áratug eftir að vígamenn úr röðum íslamista fóru ránshendi um ævafornu borgina Nimrúd, eitt helsta fornminjasvæði Íraks, fást fornleifafræðingar nú við það vandasama verk að setja aftur saman fjársjóði borgarinnar úr tugþúsundum brota.

Borgin var eitt sinn krúnudjásn assýríska veldisins, sem var borgríki í Mesópótamíu á 21.-14. öld fyrir Krists burð, og konungdæmi þaðan af í sjö aldir til viðbótar. En eftir innreið vígamanna Ríkis íslams árið 2014 urðu rústir hennar nær óþekkjanlegar.

35 þúsund brot

Dýrmætar fornminjar frá því fyrir tíma íslams, sem íslamistarnir eyðilögðu, liggja þannig á víð og dreif í molum. Fornleifafræðingarnir láta það þó ekki á sig fá.

„Í hvert

...