Þorsteinn Vigfússon fæddist 7. febrúar 1935 á Húsatóftum á Skeiðum. Hann lést 13. janúar 2025 á Ási í Hveragerði.

Foreldrar Þorsteins voru hjónin Vigfús Þorsteinsson, f. 1894, d. 1974 og Þórunn Jónsdóttir, f. 1905, d. 2001, bændur á Húsatóftum. Systkini hans eru Garðar, f. 1927, d. 2007, Sigríður, f. 1928, d. 1959, Vilborg, f. 1929, Inga, f. 1933. Alda tvíburasystir, f. 1935, Guðjón, f. 1936, Hjördís, f. 1938, d. 2015, Jóhanna, f. 1942, d. 2023, Stefanía, f. 1945, tvíburarnir Þorgeir og Jón, f. 1948. Einnig ólst upp með þeim sonur Sigríðar, Vigfús Þór, f. 1958.

Þorsteinn ólst upp á Húsatóftum og átti þar lögheimili alla tíð þar til hann flutti að Ási í Hveragerði fyrir tæpum tveimur árum. Hann byggði sér hús og stofnaði þjónustubýli í landi Húsatófta 1 árið 1980. Mestallan sinn starfsaldur var hann vörubílstjóri og gerði út eigin bíl. Seinna

...