„Tónlistin hefur alltaf verið mín leið til að tjá mig og vinna úr tilfinningum. Þetta byrjaði sem þerapía.“
Einlæg Silja Rós hefur notað tónlist og önnur skrif sem leið til að tjá sig og vinna úr lífsreynslu sinni.
Einlæg Silja Rós hefur notað tónlist og önnur skrif sem leið til að tjá sig og vinna úr lífsreynslu sinni. — Ljósmynd/Gunnlöð

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Fjölhæfa tónlistarkonan, lagahöfundurinn, handritshöfundurinn og leikkonan Silja Rós hefur alla tíð leitað í tónlist og skrif til að vinna úr tilfinningum sínum.

Hún speglar persónulegar reynslur í nánast allri listsköpun sinni, þar sem tónlistin hefur reynst henni bæði heilandi og djúpstæð leið til tjáningar.

Á dögunum gaf Silja Rós út nýja fjögurra laga EP-plötu, … suppress my truth, sem er undanfari væntanlegrar plötu, … letters from my past, sem kemur út í vor. Nýja platan dregur fram bæði persónulegar reynslur og nýtir innblástur frá ýmsum tímamótum í lífi hennar.

Titillagið „… suppress my truth“ er innblásið af fortíðinni og samskiptum

...