Engir diskar eru eins og sótti Guðbjörg innblástur sinn í umhverfi staðarins við höfnina og gerði matardiskana í samráði við Varun Kukreti, yfirmatreiðslumann hjá The Reykjavik Edition og veitingastaðnum, og samstarfsmann hans
Ævintýralegt Maturinn nýtur sín á fallegum handunnum diskum sem skapa heiðarlega og ógleymanlega matarupplifun.
Ævintýralegt Maturinn nýtur sín á fallegum handunnum diskum sem skapa heiðarlega og ógleymanlega matarupplifun.

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Engir diskar eru eins og sótti Guðbjörg innblástur sinn í umhverfi staðarins við höfnina og gerði matardiskana í samráði við Varun Kukreti, yfirmatreiðslumann hjá The Reykjavik Edition og veitingastaðnum, og samstarfsmann hans.

Þegar Guðbjörg er spurð hvernig það hafi komið til að hún hannaði diskana segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að hún hafi unnið mikið fyrir The Reykjavík Edition frá upphafi og það samstarf hafi gengið afar vel í alla staði.

„Ég hannaði og gerði til að mynda glösin og karöflurnar fyrir öll herbergin á hótelinu. Þessir hlutir eru til sölu á hótelinu og líka í alþjóðlegri vefverslun sem er staðsett í Bandaríkjunum og Frakklandi. Glösin og karöflurnar seljast vel og ég sendi reglulega út dágóðan skammt af

...