Guðni Reykdal Magnússon fæddist 28. mars 1935. Hann lést 19. desember 2024.

Útförin fór fram 7. janúar 2024.

Elsku afi, nú eruð þið amma sameinuð aftur eftir stuttan tíma aðskilin. Í minningum okkar eruð þið alltaf saman og það er öryggi í því. Þegar við hugsum um ykkur leiðir það oft hugann í Lyngheiðina, í fallega húsið ykkar. Húsið sem þið byggðuð og bjugguð í nánast alla tíð. Hús sem var fullt af ást ykkar hvors til annars, hlýju og alúð sem þið gáfuð öllu ykkar fólki sem var tíðir og velkomnir gestir á heimili ykkar.

Í æskuminningum okkar situr þú gjarnan annaðhvort í stólnum í stofunni eða í sólbaði í garðinum. Það var oft hægt að biðja þig að kveikja á þætti af „Afa“ eða öðru barnaefni í sjónvarpinu sem þú hafðir tekið upp fyrir okkur á spólu. Við fengum að leika okkur með

...