Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að fellt skuli úr gildi virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá er komin upp furðuleg staða.
Samkvæmt dómnum hafði Umhverfisstofnun ekki heimild til að veita undanþágu til virkjunarinnar.
Stofnunin hefur heimild til að veita undanþágur sem heimili breytingar á svokölluðu vatnshloti – hér bætist enn í orðaforðann – snúist þær um umhverfismarkmið, „breytingar, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar, á vatnsgæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða efna- og eðlisefnafræðilegum eiginleikum yfirborðsvatnshlots eða á hæð grunnvatnshlots“, svo vitnað sé í lög.
Þarna er hvergi talað um virkjanir og því hafi Umhverfisstofnun enga heimild til að láta þetta ákvæði ná til virkjana.
Ekki nóg með það. Svo virðist sem engin stofnun hafi leyfi til að veita slíka heimild og standist það hefur löggjafinn í raun útilokað virkjanir um ókomna tíð.
Vitaskuld var
...