Helga Ingunn Stefánsdóttir, búninga- og leikmyndahöfundur, hannaði búningana í leiknu þáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur en í þeim eru rúmlega 100 hlutverk og yfir 500 aukaleikarar tóku þátt í gerð þeirra
Viðamikið Yfir sex hundruð leikarar tóku þátt í verkefninu en Helga hannaði búninga á þá alla.
Viðamikið Yfir sex hundruð leikarar tóku þátt í verkefninu en Helga hannaði búninga á þá alla. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Helga Ingunn Stefánsdóttir, búninga- og leikmyndahöfundur, hannaði búningana í leiknu þáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur en í þeim eru rúmlega 100 hlutverk og yfir 500 aukaleikarar tóku þátt í gerð þeirra. Þættirnir hafa hlotið mikið lof en síðasti vetur er einn sá erilsamasti sem Helga man eftir. Verkefnið skiptir hana miklu máli og hún segir það mikið gleðiefni að viðtökurnar séu jafn góðar og raun ber vitni.

Helga smitaðist ung af leikhúsbakteríunni sem hún segir ólæknandi. Hún lærði leikmynda- og búningahönnun í Róm á Ítalíu og hefur alla tíð starfað bæði við leikhús og kvikmyndir sem þótti óvenjulegt þegar hún var að byrja. Sem lítil stelpa saumaði hún iðulega á sig eða smíðaði húsgögn.

Hefur þér alltaf liðið eins og þú sért á

...