50 ára Benedikt er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðahverfi en býr í dag í Seljahverfi. Hann er með BS-gráðu í eðlisfræði og meistaragráðu í jarðeðlisfræði, hvort tveggja frá Háskóla Íslands. Hann er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni þar sem hann hefur unnið síðan 2011. Benedikt stundar klifur ásamt syni sínum og situr í stjórn Klifursambands Íslands og er varamaður í stjórn ÍBR. Önnur áhugamál eru útivist og fjallamennska.
Fjölskylda Eiginkona Benedikts er Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir, f. 1973, doktor í lyfjafræði og deildarstjóri hjá Alvotech. Börn þeirra eru Helga Þórdís, f. 2004 og Hlynur Þorri, f. 2009. Foreldrar Benedikts eru Ófeigur Pálsson, f. 1950, húsasmíðameistari, búsettur á Egilsstöðum, og Guðbjörg Betsy Petersen, f. 1951, gullsmiður, búsett í Reykjavík.