Styrkir Forsvarsmenn verkefnanna tóku á móti styrkjum í Safnahúsinu.
Styrkir Forsvarsmenn verkefnanna tóku á móti styrkjum í Safnahúsinu.

Tilkynnt hefur verið úthlutun úr sviðslistasjóði 2025 en sviðslistaráð veitir að þessu sinni 98 milljónir króna til 12 atvinnusviðslistahópa og fylgja þeim 102 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks (ígildi 57 milljóna). Áður hafði 98 mánuðum verið úthlutað til einstaklinga í úthlutun listamannalauna.

Heildarstuðningur til sviðslistahópa og sviðslistafólks er því rúmlega 155 milljónir. Sjóðnum bárust 115 umsóknir og sótt var um ríflega 1,6 milljarða króna í sviðslistasjóð og launasjóð sviðslistafólks.

Hæstu úthlutun fékk að þessu sinni Handbendi brúðuleikhús, alls 24 milljónir króna, fyrir verkefnið Rót/Rooted en í forsvari er Greta Ann Clough. Menningarfélagið Tvíeind hlaut alls 22 milljónir fyrir verkefnið Sérstæðan en þar er Rósa Ómarsdóttir í forsvari. Þriðju hæstu úthlutunina fær hópurinn Díó, alls 18,5 milljónir,

...