„Fólk les og kaupir bækur hvað sem sagt er. Ljóðin lifa og góðar skáldsögur standa alltaf fyrir sínu og eru eftirsóttar,“ segir Eiríkur Ágúst Guðjónsson, hjá Bókinni við Klapparstíg í Reykjavík
Leslampi Bóksalarnir Eiríkur Ágúst Guðjónsson, til vinstri, og Ari Gísli Bragason að undirbúa menningarveisluna sem hófst formlega í gærdag.
Leslampi Bóksalarnir Eiríkur Ágúst Guðjónsson, til vinstri, og Ari Gísli Bragason að undirbúa menningarveisluna sem hófst formlega í gærdag.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Fólk les og kaupir bækur hvað sem sagt er. Ljóðin lifa og góðar skáldsögur standa alltaf fyrir sínu og eru eftirsóttar,“ segir Eiríkur Ágúst Guðjónsson, hjá Bókinni við Klapparstíg í Reykjavík. Þar hófst í gær markaður sem efnt er til alltaf öðru hvoru hjá versluninni, en þar eru í hillum nærri 100.000 notaðar bækur sem komnar eru í endursölu. Efnisflokkarnir eru samkvæmt skilgreiningu bóksalanna um 30 og þar má nefna ljóð, skáldsögur, æviminningar, ættfræði, héraðssögu,

...