Sigríður Jónsdóttir fæddist 16. maí 1952. Hún lést 7. janúar 2025.
Útför hennar fór fram 22. janúar 2025.
Í dag kveðjum við kæra vinkonu sem lést eftir erfið veikindi, alltof ung. Við Sigga vorum bekkjarsystur í MH og útskrifuðumst þaðan vorið 1972. Bekkurinn okkar, 4. R, var skemmtilegur og samheldinn og eigum við margar góðar minningar frá menntaskólaárunum. Ein þeirra eru „miðvikudagspartíin“ þar sem við hittumst gjarnan eftir skóla á miðvikudögum, oftast heima hjá Siggu. Sátum á gólfinu í litla herberginu sem hún leigði. Fórum í leiki, eins og t.d. „hver stal kökunni úr krúsinni“, sungum og einstaka sinnum var drukkið smá hvítvín, aldrei mikið! Margt fleira var til gamans gert og er það vel geymt í minningunni og verður ekki tíundað hér.
Eins og gengur og gerist skilur
...