Sendar, sem þjóna í senn farsímum og Tetra-kerfum viðbragðssveita, voru á dögunum settir upp á Dynjandisheiði á Vestfjörðum þar sem nú er heilsársvegur. Búnaði þessum var valinn staður nærri svonefndu Urðarfelli, norðarlega á heiðinni ofan við Dynjandisvog þar sem ekið er upp úr Arnarfirði
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sendar, sem þjóna í senn farsímum og Tetra-kerfum viðbragðssveita, voru á dögunum settir upp á Dynjandisheiði á Vestfjörðum þar sem nú er heilsársvegur. Búnaði þessum var valinn staður nærri svonefndu Urðarfelli, norðarlega á heiðinni ofan við Dynjandisvog þar sem ekið er upp úr Arnarfirði. „Þarna er fínt samband sem nær alveg frá Dynjanda og yfir stóran hluta hásléttunnar þarna á heiðinni,“ segir Sigurður Ingi Hauksson, forstöðumaður dreifikerfa hjá
...