„Hverfi innflytjenda sæta einangrun, lögreglan fer ekki þangað, félagsþjónustan dregur sig út þaðan, aðgengi að eiturlyfjum er ekki flókið og þá er auðvelt að reikna það sem eftir stendur af dæminu,“ segir Diamant Salihu,…
Sérfræðingurinn Diamant Salihu er sérfróður um sænska gengjastríðið.
Sérfræðingurinn Diamant Salihu er sérfróður um sænska gengjastríðið. — Ljósmynd/Norli.no

„Hverfi innflytjenda sæta einangrun, lögreglan fer ekki þangað, félagsþjónustan dregur sig út þaðan, aðgengi að eiturlyfjum er ekki flókið og þá er auðvelt að reikna það sem eftir stendur af dæminu,“ segir Diamant Salihu, rannsóknarblaðamaður í helgustu véum sænska ríkisútvarpsins SVT, Uppdrag granskning, sjónvarpsþætti þar sem stjórnendurnir kafa djúpt í þau mál er hvíla á sænsku samfélagi.

Salihu hefur verið útvegað leynilegt heimilisfang vegna fjölda líflátshótana og þekkir starfsemi og umsvif glæpagengja á borð við Foxtrot sem íraski Kúrdinn Rawa Majid, „kúrdíski refurinn“, stjórnar frá Tyrklandi og fæst ekki framseldur í hendur Svía. „Manndrápum með skotvopnum hefur fjölgað margfalt hérna í Svíþjóð síðustu ár,“ segir Salihu og bendir á 63 slík dráp á móti tíu samanlagt í grannríkjunum. » 32