Mannlífi og menningu í Vestmannaeyjum verða gerð skil í guðsþjónustu sem verður í Bústaðakirkju í Reykavík næstkomandi sunnudag, 26. janúar, og hefst kl. 13. Þetta er hin svokallaða Eyjamessa, en slík er í þessari kirkju gjarnan um þetta leyti í janúar, sbr. að eldgosið í Eyjum árið 1973 hófst 23. janúar.
Svonefnd Eyjalög verða áberandi við guðsþjónustuna en þrjú slík verða flutt af Andra Eyvindssyni sem er úr Eyjum. Þá syngur við athöfnina Kammerkór Bústaðakirkju undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista.
Við messuna predikar Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, áður sóknarprestur í Eyjum til 17 ára. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari. Að lokinni messu verður hið árlega goskaffi sem er í umsjón Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu, ÁTVR. Þar mun Guðrún Erlingsdóttir leiða pallborðsumræður um hvernig það var að vera barn í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum, en einmitt því og sálrænum áhrifum þessara hamfara er víða gaumur
...