„Ég dreg í efa að það hafi verið vilji löggjafans að ætla sér að undanskilja vatnsaflsvirkjanir með þessu lagaákvæði,“ segir Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið.

Hann telur að túlka eigi ákvæði í vatnalögum í samræmi við EES-rétt, en hefði Héraðsdómur Reykjavíkur gert svo í dómi í síðastliðinni viku þar sem virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun var fellt úr gildi hefði dómsniðurstaðan orðið önnur en hún varð.

„Ber við þessar aðstæður að túlka ákvæðið til samræmis við EES-rétt, samkvæmt lögskýringarreglum EES-laga og EES-réttar,“ segir hann. » 4