Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Á sunnudaginn verður þess minnst í ensku hafnarborginni Hull að 70 ár eru liðin frá því að 40 sjómenn drukknuðu þegar bresku togararnir Lorella og Roderigo fórust við Íslandsstrendur.
Athöfnin er raunar til að minnast allra togarasjómanna frá Hull sem hvíla í votri gröf en þess er sérstaklega getið að nú í janúar séu 70 ár frá þessum sorglegu atburðum við Ísland. Fer hún fram frá St John the Baptist kirkjunni í Kingston upon Hull eins og borgin heitir en er iðulega kölluð Hull.
Togararnir tveir brugðust við hjálparbeiðni frá breska togaranum Kingston Garnet sem virtist í vanda staddur í kolvitlausu veðri á norðanverðum Vestfjörðum hinn 26. janúar 1955. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að Kingston Garnet stóð af sér veðrið
...