Tyrkneska konan Gözde Doğan náði óvenjulegu heimsmeti með því að kremja fimm vatnsmelónur með lærunum á aðeins 60 sekúndum. Í myndbandi sem heimsmetabók Guinness birti má sjá hana leysa þetta verkefni af miklu öryggi, þar sem hún splundrar hverri melónunni á eftir annarri. Doğan fékk viðurkenningarskjal fyrir afrekið og er fyrsta konan til að ná þessum áfanga.
Fleiri skemmtileg heimsmet má finna í tengslum við vatnsmelónur en nánar er fjallað um málið í furðufréttum á K100.is.