Yann Toma
Yann Toma

Yann Toma verður fyrsti gestur ársins 2025 í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir en fyrirlestur hans mun fara fram í kvöld, 23. janúar, kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Toma er franskur listamaður búsettur í París og New York og er listamanna-áheyrnarfulltrúi (e. artist-observer) hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.

Í tilkynningu segir m.a. að Toma staðsetji verk sín og hugsun á mörkum listrænnar og borgaralegrar tjáningar og setur þau í samhengi við yfirstandandi viðburði á sviði stjórnmála og fjölmiðla. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgöngumiði á safnið gildir.