Brynjólfur Guðjón Brynjólfsson fæddist á Eyrarbakka 26. september 1946. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. janúar 2025. Foreldrar hans voru Brynjólfur H. Guðjónsson, f. 19.11. 1915, d. 6.7. 1946, og Fanney G. Hannesdóttir, f. 2.3. 1922, d. 14.7. 2009. Systir Brynjólfs er Bára, f. 28.3. 1945.
Brynjólfur kvæntist 1977 Emmu Eyþórsdóttur, f. 3.9. 1953. Foreldrar hennar eru Eyþór Einarsson, f. 18.6. 1912, d. 23.12. 1987, og Guðborg Aðalsteinsdóttir, f. 11.10. 1933. Dóttir Brynjólfs og Emmu er Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir, f. 15.2. 1991, sambýlismaður Helgi Hrafn Björnsson, f. 14.8. 1991. Sonur þeirra er Húmi, f. 2024.
Brynjólfur ólst upp á Eyrarbakka hjá móður sinni en faðir hans lést af slysförum áður en hann fæddist. Hann var einnig mikið hjá föðursystkinum sínum á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka og vann þar við bústörf og fleira á unglingsárum.
...