Við lifum á einkar áhugaverðum tímum í alþjóðamálum. Valdaskipti í Bretlandi og Bandaríkjunum, yfirvofandi kosningar í Þýskalandi, þrengri efnahagsstaða Evrópusambandsins, áframhaldandi stríðsátök í Úkraínu og stórmerkilegar vendingar í…
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Við lifum á einkar áhugaverðum tímum í alþjóðamálum. Valdaskipti í Bretlandi og Bandaríkjunum, yfirvofandi kosningar í Þýskalandi, þrengri efnahagsstaða Evrópusambandsins, áframhaldandi stríðsátök í Úkraínu og stórmerkilegar vendingar í Mið-Austurlöndum skapa flókið og síbreytilegt landslag í alþjóðamálunum. Þjóðríki og ríkjasamtök undirbúa sig fyrir harðnandi samkeppni í alþjóðaviðskiptum, þar sem tolla- og viðskiptahindranir kunna að setja svip sinn á þróunina. Á sama tíma eiga mörg ríki enn í vök að verjast eftir áföllin sem covid-19-heimsfaraldurinn olli í efnahagslífi þeirra, og hefur það haft afgerandi áhrif á ríkisfjármál víða um heim.

Ísland kom hins vegar vel út úr þessum áskorunum og hefur sýnt mikla seiglu í efnahagsstjórn sinni. Lærdómurinn af hagstjórn lýðveldisáranna hefur sannað sig enn á ný: nauðsynlegt er að ríkissjóður sé ávallt vel undirbúinn til að mæta efnahagslegum áföllum, bæði

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir