„Árni [Friðriksson] var að kasta á loðnu, en það hefur verið lítið hjá Heimaey,“ upplýsir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í samtali við 200 mílur á mbl.is í gær, spurður hvort sést hafi til loðnu á norðursvæði loðnuleiðangursins
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Árni [Friðriksson] var að kasta á loðnu, en það hefur verið lítið hjá Heimaey,“ upplýsir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í samtali við 200 mílur á mbl.is í gær, spurður hvort sést hafi til loðnu á norðursvæði loðnuleiðangursins. „Ég get ekkert sagt um magnið,“ sagði hann.
Guðmundur kvaðst ánægður með gang leiðangursins. „Þetta gengur ágætlega þessa dagana eftir
...