Knattspyrnumaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson gæti verið á förum frá hollenska stórliðinu Ajax en hann hefur fengið takmörkuð tækifæri í vetur eftir að hafa verið fastamaður í fyrravetur
Knattspyrnumaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson gæti verið á förum frá hollenska stórliðinu Ajax en hann hefur fengið takmörkuð tækifæri í vetur eftir að hafa verið fastamaður í fyrravetur. Vefmiðillinn AjaxShowtime segir að Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi og hollensku liðin Groningen og Sparta séu mjög áhugasöm um að fá hann í sínar raðir.
Tyrkjanum Nuri Sahin var í gær sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra þýska félagsins Borussia Dortmund eftir slæmt gengi liðsins síðustu vikur. Aðstoðarmaðurinn Mike Tullberg stýrir liðinu til að byrja með. Sahin, sem áður lék samtals í ellefu ár með aðalliði Dortmund og hefur verið meira og minna hjá félaginu frá 13 ára aldri, var ráðinn síðasta sumar og var því aðeins hálft ár í starfi.
...