Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) hefur verið veitt framkvæmdaleyfi vegna færslu Laugardalsvallar og uppsetningar á hybrid-hitunarkerfi.
KSÍ lagði inn umsókn 9. janúar sl. og á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur 16. janúar var samþykkt að gefa út leyfi og var vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða að gefa það út.
Um er að ræða fyrsta áfanga í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þessi fyrsti áfangi miðar að því að skipta út núverandi grasi fyrir svokallað hybrid-gras og setja hitunarkerfi undir keppnisvöllinn (grasflötinn).
Jafnframt verður grasflöturinn færður um átta metra að vestanverðri stúku Laugardalsvallar, þ.e. aðalstúkunni. Með þessari framkvæmd verður mögulegt að keppnisleikir fari fram á vellinum stærstan hluta ársins.
Í umsögn verkefnastjóra
...