Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur skrifað undir samning við Ístak hf. vegna byggingar 4.500 fermetra knatthúss suðvestan við Skallagrímsvöll í Borgarnesi. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi er fyrirhugað að húsið rísi á helmingi svæðis þar sem nú eru sparkvellir
Ásýnd Vallarstæðið, sem margir telja eitt það fegursta hér á landi, mun breytast talsvert við byggingu knatthúss.
Ásýnd Vallarstæðið, sem margir telja eitt það fegursta hér á landi, mun breytast talsvert við byggingu knatthúss.

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur skrifað undir samning við Ístak hf. vegna byggingar 4.500 fermetra knatthúss suðvestan við Skallagrímsvöll í Borgarnesi. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi er fyrirhugað að húsið rísi á helmingi svæðis þar sem nú eru sparkvellir. Gert er ráð fyrir að það hafi allt að 16 metra mænishæð og þar sem byggt verði á gamalli landfyllingu rísi það á stöplum. Koma á fyrir fjögurra metra þjónustuleið fyrir neðan áhorfendasvæði þar sem aðalgöngustígur svæðisins er í dag með eins og hálfs metra göngustíg til hliðar.

„Þetta er bara komið af stað“

Thelma Dögg Harðardóttir, oddviti Vinstri grænna, hefur vakið máls á að staðsetning hússins sé ekki ákjósanleg og það hafa fleiri íbúar einnig gert. Íbúar hafa m.a. áhyggjur

...