Bóndadagurinn er í dag og af því tilefni bárust þættinum þrjár braghendur frá Ingólfi Ómari Ármannssyni: Þykir okkur þarft að halda í þjóðarsiðinn, borða súrmeti og sviðin svolgra öl og metta kviðinn

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Bóndadagurinn er í dag og af því tilefni bárust þættinum þrjár braghendur frá Ingólfi Ómari Ármannssyni:

Þykir okkur þarft að halda
í þjóðarsiðinn,

borða súrmeti og sviðin

svolgra öl og metta kviðinn.

Létt á strengi ljóða er þá löngum
slegið,

glens og fjör með þökkum þegið,

þá er gjarnan mikið hlegið.

Öl og söngur örvar tíðum ástarhótin,

vekja kæti mannamótin,

margir skunda á þorrablótin.

Íslenska handboltalandsliðið er flestum ofarlega í huga eftir frábæran árangur ytra. Kristján H. Theodórsson er búinn

...