Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Viðtal
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitirnar HAM og Apparat Organ Quartet, hér eftir kölluð Apparat til styttingar, munu snúa bökum saman á tónleikum í Eldborg Hörpu föstudaginn 21. mars kl. 20. Báðar hafa notið mikilla vinsælda í árafjöld, HAM þó öllu lengur enda eldri hljómsveit og liðsmenn hennar sömuleiðis. Apparat og HAM virðast, í fljótu bragði, ekki eiga margt sameiginlegt, eins og bent er á á miðasöluvefnum tix.is, HAM kunn að „hávaðasömu gítarrokki“ en Apparat að orgel- og hljómborðadrifinni tónlist. Trommarinn Arnar Geir Ómarsson er þó í báðum sveitum og Jóhann Jóhannsson heitinn var það einnig á tímabili. Það er veisla í vændum fyrir aðdáendur hljómsveitanna því þær munu flytja bæði eigin lög
...