Hljómsveitirnar HAM og Apparat Organ Quartet, hér eftir kölluð Apparat til styttingar, munu snúa bökum saman á tónleikum í Eldborg Hörpu föstudaginn 21. mars kl. 20. Báðar hafa notið mikilla vinsælda í árafjöld, HAM þó öllu lengur enda eldri hljómsveit og liðsmenn hennar sömuleiðis
HAMPARAT Hljómsveitirnar HAM og Apparat sameinaðar sem HAMPARAT á tónleikum í Hörpu. Frá vinstri þeir Arnar Geir Ómarsson, Flosi Þorgeirsson, Úlfur Eldjárn, Sigurjón Kjartansson, S. Björn Blöndal, Hörður Bragason (sitjandi), Óttarr Proppé og Sighvatur Ómar Kristinsson.
HAMPARAT Hljómsveitirnar HAM og Apparat sameinaðar sem HAMPARAT á tónleikum í Hörpu. Frá vinstri þeir Arnar Geir Ómarsson, Flosi Þorgeirsson, Úlfur Eldjárn, Sigurjón Kjartansson, S. Björn Blöndal, Hörður Bragason (sitjandi), Óttarr Proppé og Sighvatur Ómar Kristinsson. — Morgunblaðið/Eggert

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Viðtal

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Hljómsveitirnar HAM og Apparat Organ Quartet, hér eftir kölluð Apparat til styttingar, munu snúa bökum saman á tónleikum í Eldborg Hörpu föstudaginn 21. mars kl. 20. Báðar hafa notið mikilla vinsælda í árafjöld, HAM þó öllu lengur enda eldri hljómsveit og liðsmenn hennar sömuleiðis. Apparat og HAM virðast, í fljótu bragði, ekki eiga margt sameiginlegt, eins og bent er á á miðasöluvefnum tix.is, HAM kunn að „hávaðasömu gítarrokki“ en Apparat að orgel- og hljómborðadrifinni tónlist. Trommarinn Arnar Geir Ómarsson er þó í báðum sveitum og Jóhann Jóhannsson heitinn var það einnig á tímabili. Það er veisla í vændum fyrir aðdáendur hljómsveitanna því þær munu flytja bæði eigin lög

...