Það er athygli vert hvað þjóðin gat framkvæmt mikið seinni hluta tuttugustu aldar, og sannar það kenningu um að landið beri aðeins vissan mannfjölda, en of mikil fólksfjölgun beri í sér kreppu. Milli 1960 og fram undir aldamót urðu mestar…
Verk og raun Kennslubygging fyrir verkfræði- og raunvísindadeild HÍ var í smíðum árið 1971.
Verk og raun Kennslubygging fyrir verkfræði- og raunvísindadeild HÍ var í smíðum árið 1971.

Það er athygli vert hvað þjóðin gat framkvæmt mikið seinni hluta tuttugustu aldar, og sannar það kenningu um að landið beri aðeins vissan mannfjölda, en of mikil fólksfjölgun beri í sér kreppu.

Milli 1960 og fram undir aldamót urðu mestar innviðaframkvæmdir í landinu með byltingu í vegagerð og malbikun í þéttbýli, og ekki má gleyma hringveginum sem var bylting og öllum brúunum, maður lifandi.

Þá voru byggð félagsheimili, heilsugæslur, skólar og bústaðir fyrir lækna, skólastjóra, presta og kennara. Jafnvel organistar fengu þak.

Nýir skólar og sundlaugar voru sjálfsagt mál og sjálfboðavinna þekktist víða þegar framfaramál voru í deiglu. Það sést líka á minningargreinum hve margir byggðu sín hús sjálfir að miklu leyti, og mörg húsfreyjan stóð í naglhreinsun helgum saman. Sumir byggðu oftar

...