Samsýningin Er þetta norður? verður opnuð í Norræna húsinu í dag, laugardaginn 25. janúar. Á sýningunni er sjónum beint að því hvernig er að búa nærri heimskautsbaug. Þátttakendur eru Gunnar Jónsson, Anders Sunna, Máret Ánne Sara, Inuuteq Storch,…
Eitt verkanna á sýningunni.
Eitt verkanna á sýningunni.

Samsýningin Er þetta norður? verður opnuð í Norræna húsinu í dag, laugardaginn 25. janúar. Á sýningunni er sjónum beint að því hvernig er að búa nærri heimskautsbaug. Þátttakendur eru Gunnar Jónsson, Anders Sunna, Máret Ánne Sara, Inuuteq Storch, Nicholas Galanin, Dunya Zakha, Marja Helander og Maureen Gruben. Sýningarstjórar eru Daría Sól Andrews og Hlynur Hallsson.

Sýningin var til sýnis í Listasafni Akureyrar árið 2024 og var þá hluti af Listahátíð í Reykjavík. Hún mun standa í Norræna húsinu til 27. apríl en aðgangur er ókeypis.