Ég byrjaði seint að skrifa, var 35 ára þegar fyrsta bókin mín kom út. Þá var ég að vinna á Stöð 2 og var barnshafandi, gekk með dóttur mína Soffíu Sóleyju, en á meðgöngunni var ég með klemmda taug í rassinum og gat hvorki staðið né setið
Kristín Helga „Fullorðið fólk og börn eru alltaf saman að glíma við sameiginlegan veruleika og viðfangsefni.“
Kristín Helga „Fullorðið fólk og börn eru alltaf saman að glíma við sameiginlegan veruleika og viðfangsefni.“

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég byrjaði seint að skrifa, var 35 ára þegar fyrsta bókin mín kom út. Þá var ég að vinna á Stöð 2 og var barnshafandi, gekk með dóttur mína Soffíu Sóleyju, en á meðgöngunni var ég með klemmda taug í rassinum og gat hvorki staðið né setið. Ég þurfti því að liggja heima um hásumar og það eina sem ég gat gert var að skrifa. Afraksturinn var fyrsta bókin á mínum rithöfundarferli, Elsku besta Binna mín,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur sem sendi frá sér tvær bækur á nýliðinu ári, fimmtu bókina um Obbuló í Kósímó, og áttundu bókina um Fíusól, í logandi vandræðum. Fyrrnefnd dóttir Kristínar Helgu, Soffía Sóley, er fyrirmyndin að gleðisprengjunni Fíusól, sem er orðin vel þekkt meðal bæði barna og fullorðinna, enda 21 ár frá því fyrsta bókin um þá kraftmiklu stelpu kom

...