Sýning Helga Vignis Bragasonar, Kyrr lífsferill, verður opnuð í Hafnarborg í dag, laugardaginn 25. janúar, kl. 15. Hún er í tilkynningu sögð hverfast um myndræna rannsókn ljósmyndarans á byggingum og byggingarefnum
Sýning Helga Vignis Bragasonar, Kyrr lífsferill, verður opnuð í Hafnarborg í dag, laugardaginn 25. janúar, kl. 15. Hún er í tilkynningu sögð hverfast um myndræna rannsókn ljósmyndarans á byggingum og byggingarefnum.
„Á sýningunni má meðal annars sjá kyrralífsmyndir sem unnar eru út frá byggingarúrgangi eða velmegunartáknum af byggingarsvæðum, auk mynda af steypubrotum og teikninga af byggingum sem hafa verið rifnar langt fyrir aldur fram.“ Þá eru verk Helga sögð tengjast áratugalangri reynslu hans af byggingariðnaðinum.
Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025 og sýningarstjóri er Aldís Arnardóttir.