Sólarljósið umbreytist í lifandi fæðu.
Sólarupprás á vetrarsólstöðum Svo birtir til og lífið sprettur fram.
Sólarupprás á vetrarsólstöðum Svo birtir til og lífið sprettur fram.

Einar Ingvi Magnússon

Þegar ég kom heim um kvöldmatarleytið í dag 19. janúar sá ég í skini götuljóssins hvar páskaliljurnar voru að gægjast upp úr moldinni. Svo snemma árs hafði ég aldrei tekið eftir þeim áður, enda snjólaus jörð í borginni. En sólin var tekin að hækka eftir svartasta skammdegið og með sólinni kviknar líf jarðargróðurs.

Í hinu forna Rómarríki var 25. desember sóldýrkunardagur, hátíð sem boðaði upprisu ljóssins eftir kalda og dimma vetrartíð, þegar sólin færi aftur að hækka á lofti með birtu sinni, yl og grósku að vori, sem á sumri gæfi ávexti jarðar til viðhalds lífsins á jörðinni.

Það er flestum ljóst að við þurfum sólarljósið til að lifa hér á jörð. Sólin er því lífgjafi og viðheldur lífinu og gjörir jörðina byggilega. Tilveran er svo góður skóli. Við lærum svo margt af árstíðum

...