Frammistaða Íslands í fyrri hálfleik var hræðileg. Vörnin réð ekkert við sóknarleik Króata og vantaði alla ákefðina sem einkenndi íslenska liðið í fjórum fyrstu leikjum mótsins. Þar fyrir aftan varði Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands á mótinu til þessa, ekki neitt.
Björgvin Páll Gústavsson leysti hann af og var lítið skárri. Skoruðu Króatar nokkur mörk þar sem Viktor og Björgvin hefðu getað gert mikið betur, þeir vita það sjálfir.
Lætin í höllinni í Zagreb voru ógurleg og virtist íslenska liðið ekki ráða við að spila fyrir framan 14.000 brjálaða stuðningsmenn Króata og urðu litlir í sér. Króatar gengu á lagið og stemningin í liði og stuðningsmönnum Króata varð enn meiri og brekkan brattari.
Í sókninni var það
...