Morgunblaðið hafði það í gær eftir forstjóra hjá stóru fyrirtæki að hann undraðist að Reykjavíkurborg skyldi geta boðið betri launakjör en stöndugt einkafyrirtæki, samhliða miklum hallarekstri borgarinnar. Einkafyrirtækið hafði lent í því að missa væntanlegan starfsmann til borgarinnar eftir nám, þar sem borgin byði ekki aðeins hærri laun heldur líka styttri vinnutíma.

Á föstudögum væri aðeins unnið til hádegis hjá borginni, sem er vitaskuld freistandi fyrir starfsfólk, ekki síst fyrir ungt barnafólk sem sífellt er í kappi við tímann.

En það er ekki aðeins borgin sem yfirbýður einkamarkaðinn á þennan hátt, ríkið gerir það iðulega líka eins og þeir þekkja vel sem stunda rekstur í samkeppni við hið opinbera, ýmist beint eða óbeint.

Einn af þeim hagræðingarmöguleikum sem opinberir

...