Átta Perla Ruth Albertsdóttir skoraði mest fyrir Selfoss.
Átta Perla Ruth Albertsdóttir skoraði mest fyrir Selfoss. — Morgunblaðið/Hákon

Selfyssingar styrktu stöðu sína í fjórða sæti úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í gærkvöld með því að sigra Stjörnuna, 27:22, á heimavelli.

Eitt stig skildi liðin að fyrir leikinn en nú er Selfoss þremur stigum á undan. Eins og deildin hefur þróast er líklegt að þessi lið endi einmitt í fjórða og fimmta sætinu og mætist þar með í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. En það er langt í hana enn.

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Selfoss, Katla María Magnúsdóttir 5 og Harpa Valey Gylfadóttir 5 og þá varði Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 14 skot.

Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir voru markahæstar Stjörnukvenna með 7 mörk hvor og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði 9 skot.