Fréttir af vandræðum í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar eru of algengar. Græna vöruhúsið við Álfabakka 2 hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Vöruhúsið er það nálægt næsta íbúðarhúsi að það eina sem blasir við íbúum út um gluggana gegnt því er grænn veggurinn. Í vikunni birtist í Morgunblaðinu viðtal við íbúa á Hlíðarenda, sem kvartar undan breytingum á skipulagi, sem verði til þess að hann missi útsýni og verði í skuggavarpi þannig að hann muni ekki sjá til sólar allan ársins hring.
Af öðrum toga var síðan niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að gera skipulagsfulltrúa afturreka með ákvörðun um að breyta JL-húsinu við Hringbraut 121 í búsetuúrræði fyrir hælisleitendur.
Í JL-húsinu hefur farið fram ýmiss konar starfsemi. Þar var rekið hótel og áður Myndlistarskóli Reykjavíkur. Málsrök borgarinnar voru þau
...