Við sjálfstæðismenn höfum val um það á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að hefja strax sókn eða gera okkur í bezta falli vonir um frekari varnarsigra.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

Fram undan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.

Mjög langur vegur er vitanlega frá því að allt sem gert hafi verið í nafni Sjálfstæðisflokknum á undanförnum árum hafi verið gagnrýnisvert. Hins vegar hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að horfa fremur á það sem illa hefur tekizt til með en vel og því miður hefur þar verið af nógu að taka. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurheimta trúverðugleika sinn en til

...