Sýningin Gáðu ekki gæfunnar í spilin Myndlist Ástu Sigurðardóttur verður opnuð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag, 25. janúar, kl. 14
Spaðaás Ástu.
Spaðaás Ástu.

Sýningin Gáðu ekki gæfunnar í spilin Myndlist Ástu Sigurðardóttur verður opnuð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag, 25. janúar, kl. 14. Gallerí Fold stendur að sýningunni í samstarfi við Menningarhúsið Hof en sambærileg sýning var sett upp í Gallerí Fold árið 2023.

Sýndar verða dúkristur, vatnslitaverk og spil með þjóðsagnapersónum eftir rithöfundinn Ástu Sigurðardóttur. „Teikningar Ástu eru magnaðar; ótrúleg svipbrigði og nostursamleg smáatriði gera hvert spil að fyllilega sjálfstæðu listaverki,“ segir meðal annars í tilkynningu en sýningunni lýkur 31. mars.