Eftir að allt hafði gengið íslenska liðinu í haginn í fyrstu fjórum leikjunum á HM eru möguleikarnir á sæti í átta liða úrslitunum orðnir sáralitlir eftir þetta vonda tap gegn Króatíu.

Tvennt þarf að ganga upp í lokaumferðinni sem er leikin í Arena Zagreb á morgun.

Nú þarf liðið einfaldlega að vinna Argentínu á morgun, í leiknum sem hefst klukkan 14.30, komast með því í átta stig og treysta svo á óvænt úrslit í öðrum hvorum hinna leikjanna.

Fyrst Grænhöfðaeyjar

Egyptar eru komnir áfram ef þeir vinna Grænhöfðaeyjar í öðrum leik morgundagsins, sem hefst klukkan 17, og miðað við úrslitin til þessa eiga þeir auðveldan sigur vísan. Ef Króatar vinna líka vinna Egyptar riðilinn og mæta Ungverjum í átta liða

...