Samsýning þriðja árs nema af myndlistardeild Listaháskóla Íslands, tonn (1,22) og egg (60), hefur verið opnuð í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja vikna dvalar á Seyðisfirði þar sem hópurinn vann að nýjum verkum með…
Samsýning þriðja árs nema af myndlistardeild Listaháskóla Íslands, tonn (1,22) og egg (60), hefur verið opnuð í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja vikna dvalar á Seyðisfirði þar sem hópurinn vann að nýjum verkum með leiðsögn Gunnhildar Walsh Hauksdóttur myndlistarmanns. Sýningin er sögð spegla dvöl listamannanna í firðinum, sem vinna með efnivið á borð við vatn, vind, veður, ský og ást. Sýningin stendur til 7. febrúar.