Sýningin Stara verður opnuð í Gerðarsafni í dag, laugardaginn 25. janúar, kl. 17-19. Hún er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Þar má finna verk eftir átta listamenn sem sagðir eru „má út skilin á milli þess hver er höfundur og hver er viðfang listaverka“
Ljósmynd Verk eftir JH Engström.
Ljósmynd Verk eftir JH Engström.

Sýningin Stara verður opnuð í Gerðarsafni í dag, laugardaginn 25. janúar, kl. 17-19. Hún er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Þar má finna verk eftir átta listamenn sem sagðir eru „má út skilin á milli þess hver er höfundur og hver er viðfang listaverka“.

Adele Hyry, Dýrfinna ­Benita ­Basalan, Jenny Rova, JH Engström, Jói Kjartans, Kristinn G. Harðarson, Michael Richardt og Sadie Cook eiga verk á sýning­unni. Fimm þeirra eru ljósmyndarar sem mynda sig sjálf og fólkið nærri sér en þrjú vinna með videóverk, gjörninga, teikningu og textílverk. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir.