Innsetningarathöfn Donalds Trumps varð Benedikt Jóhannssyni efni í limru: Herrann kann vöðva að hnykla. Hún skal á pinnhælum stikla og hugljúf svo þegja. En hvað vill hún segja með hattinum barðamikla? Friðrik Steingrímsson yrkir af sama tilefni:…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Innsetningarathöfn Donalds Trumps varð Benedikt Jóhannssyni efni í limru:

Herrann kann vöðva að hnykla.

Hún skal á pinnhælum stikla

og hugljúf svo þegja.

En hvað vill hún segja

með hattinum barðamikla?

Friðrik Steingrímsson yrkir af sama tilefni:

Síst er vert að segja neitt,

sagan verkin dæmir,

ef karl sem lýgur út í eitt

Ameríku sæmir.

Fyrir kulda sakir var Trump settur í embætti innandyra. Jón Jens Kristjánsson lagði út af því:

Í Washington er

...