Styrkjamál Flokks fólksins (FF), sem gárungarnir kalla nú Félag fólksins, geta farið nærri því að fella ríkisstjórnina áður en þingið, hvers hún situr í skjóli, hefur komið saman til fyrsta fundar.
Vafalaust verður það þó ekki raunin, staðreyndin er samt sú að leikhús fáránleikans sem blasti við blaðamönnum sem biðu ráðherra eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn föstudag bendir til að ráðherrarnir hlaupi nú um eins og hauslausar hænur á flótta undan sjálfum sér vegna málsins.
Í frásögn af fundinum var því lýst þannig að Inga Sæland hefði farið eins og ísbrjótur í gegnum hjörð blaðamanna með það að markmiði að komast í skjól lyftunnar áður en nokkur þeirra sem þangað kom til að eiga við hana orðastað gat komið frá sér spurningu.
Næstur hljóp í gegnum hjörðina samgönguráðherrann, gólandi að hann væri svangur og yrði
...