Leikarinn Clayton Grimm, þekktur fyrir hlutverk sitt sem Blippi, hefur vakið mikla athygli undanfarið á TikTok þar sem hann hefur deilt heillandi dansmyndböndum og er óvænt orðinn aðalhjartaknúsarinn í ákveðnum hóp mæðra. Hann nýtir myllumerkið #momsover30 með myndböndunum sem hafa slegið í gegn. Mæðurnar virðast nú hafa mun meiri áhuga á að horfa á Blippi með börnum sínum en áður. Clayton hefur leikið Blippi síðan 2019 en persónan er ofurvinsæl á YouTube, Netflix og fleiri miðlum. Nánar á K100.is.