Að hlaupa þýðir, skv. Orðabók Árnastofnunar, að fara hratt áfram á fótunum; verður vart orðað skýrar. Það felst svo óbeint í miðmyndinni að hlaupast: fara burt, flýja
Að hlaupa þýðir, skv. Orðabók Árnastofnunar, að fara hratt áfram á fótunum; verður vart orðað skýrar. Það felst svo óbeint í miðmyndinni að hlaupast: fara burt, flýja. Maður hleypst undan skyldum, undan ábyrgð og undan merkjum og hleypst á brott frá e-u, eins og uxi sá er „hljópst á brott frá bænum Monnickendam“, þ.e. strauk.