30 ára Aldís er fædd og uppalin í Gaulverjabæjarhreppi, sem er nú Flóahreppur, en býr nú í Kópavogi með fjölskyldu sinni. Hún er með meistaragráðu í fjölmiðla- og boðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og starfar sem verkefnastjóri hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ). Aldís hefur áhuga á hlaupum, bæði götu- og utanvega-, bakstri og að eyða tíma með fjölskyldunni.


Fjölskylda Maki Aldísar er Sindri Ágústsson, f. 1994, tómstundafræðingur. Dætur þeirra eru Eldey Mist, f. 2022, og Úlfey Freyja, f. 2024. Foreldrar Aldísar eru hjónin Baldur Magnús Geirmundsson, f. 1945, og Anne Biehl Hansen, f. 1958, búsett í Klængsseli í Flóahreppi.