Tímabundin lausn hefur fundist varðandi losun hrossataðs félagsmanna hestamannafélaganna Fáks og Spretts. Þeir munu geta losað tað sitt endurgjaldslaust á losunarstað í Úlfarsfelli næstu misserin. Eins og Morgunblaðið greindi frá í byrjun árs var…
Lausn Hestamenn fagna því að mega losa hrossatað við Úlfarsfell.
Lausn Hestamenn fagna því að mega losa hrossatað við Úlfarsfell. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Tímabundin lausn hefur fundist varðandi losun hrossataðs félagsmanna hestamannafélaganna Fáks og Spretts. Þeir munu geta losað tað sitt endurgjaldslaust á losunarstað í Úlfarsfelli næstu misserin.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í byrjun árs var ólga meðal hestamanna á höfuðborgarsvæðinu eftir að sveitarfélögin þar bönnuðu dreifingu taðs á opin svæði. Var þeim gert að skila skítnum til Sorpu sem hugðist innheimta rúmar 25 krónur á kílóið í móttökugjald.

Einar Gíslason framkvæmdastjóri Fáks segir í samtali við Morgunblaðið að hestamenn hafi leitað liðsinnis Reykjavíkurborgar eftir tímabundinni lausn meðan unnið væri að ásættanlegri framtíðarlausn með Sorpu. Úr varð að þeir fá að losa tað sitt á reit í Úlfarsfelli þar sem nú er losað

...